Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur. Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því...
Recipe Category: <span>uppskrift</span>
Lambahryggur með gráðosta- og döðlufyllingu
Lambahrygg þekkjum við flest sem hátíðarmat. Hér er hann í skemmtilegri útgáfu sem fær bragðlaukana í ferðalag. Sætar döðlur á móti gráðosti er svipuð blanda og ísköld mjólk með volgri skúffuköku. Verði ykkur að góðu :) Við mælum með að para hrygginn með : Rótargrænmeti Sætkartöflumús Bakaðri kartöflu Piparkornasósu Sveppasósu Hægt er að fylgjast...
Bananabrauð með höfrum og kanil
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...
Piparostabrauð
Þetta brauð þarf ekkert að útskýra. Það er bara dásamlega himneskt, einfalt í gerð, passar með öllu – hvort sem er með mat eða bara á brunch borðið. Fá hráefni og ekkert vesen. Leiðbeiningarnar kunna að líta út fyrir að vera flóknar en það er nú alls ekki allt sem sýnist! Piparosturinn er bæði settur...
Kjúklingalasagna sem allir elska
Þessi réttur sló heldur betur í gegn í matarboði fyrir nokkru síðan. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af. Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til...
Norður afrískt Shakshuka
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...
Ljónshjartakökur
Í gær hitti ég marga ótrúlega flotta krakka á smá matreiðslunámskeiði sem félagið Ljónshjarta stóð fyrir. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólks sem misst hefur maka og börn þeirra. Þau standa fyrir allskonar flottum viðburðum fyrir félagsmenn sína og hittumst við semsagt í gær og elduðum og bökuðum saman. Þar sem ég er svona...
Íslenskar pönnukökur með jarðarberjafyllingu og ferskum jarðarberjum
Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman. Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Karrí&Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu
Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki… Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess...
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...
Nauta Carpaccio með pikkluðum rauðlauk
Carpaccio er skírt í höfuðið á myndlistamanni að nafni Vittore Carpaccio sem gerði garðinn frægan um 1500. Það er ekki skrýtið að fólk sé enn þann dag í dag að gæða sér á þessum rétti, enda einstaklega góður við flest tilefni. Hér erum við búnir að setja saman skemmtilega útfærslu sem gefur bragðlaukunum sannkallaða óvissuferð....
LAKK
Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka. Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut. Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu...
Grillaður þorskur, toppaður með fetaosts pestói
Við Matarmenn erum mikið fyrir fiskrétti en þessi fer klárlega á lista yfir top 3 bestu. Ferskur fiskur með ferskum hráefum er blanda sem getur einfaldlega ekki klikkað. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa uppskrift að vopni. Við mælum með því að versla fiskinn eins ferskan og hugsast getur, það einfaldlega tekur...
Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati
Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert og allir í fjölskyldunni borðuðu á sig gat. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð. Auðvelt er að skipta út grænmetistegundum eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes,...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.