Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að mínu mati þær allra bestu. Það eru hafrar í kökunum sjálfum en kanilmulningurinn á toppnum er það sem slær allt út. Þessar kláruðust á núlleinni...
Recipe Category: <span>uppskrift</span>
Fljótlegar satay eggjanúðlur með kjúklingi & grænmeti
Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee… Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!
Kasjúhnetu “ostakaka” með engifer kexbotni og núggatkremi
Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti. Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt...
Bragðmikil Indversk Korma veisla
Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri...
Lúxus mjólkurhristingur með saltkaramellu og súkkulaðikexi
Það er fátt betra og sumarlegra en einmitt mjólkurhristingar. Þessi er ákaflega einfaldur í gerð og fullkomið að bjóða uppá hann í eftirrétt í grillveislu. Í þennan nota ég Örnu nýmjólk og rjóma en Örnu vörurnar eru lausar við laktósa og fara því betur í marga maga. Það er hægt að útfæra skraut og sælgæti...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Keto brauðstangir með mozzarella og piparosti
Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem ekki eru keto.
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Ofnbakað kjúklinga tortellini með spínati og piparosta mozzarella
Þetta er fullkominn gúrm pastaréttur sem gaman er að bjóða í miðri viku en sómir sér einnig vel í matarboði. Hann er ótrúlega fljótlegur og einfaldur og inniheldur ekki mörg hráefni. Ég nota kjúklingalundir með pastanu en einnig mætti nota kjúklingabringur. Það gerir mjög mikið fyrir réttinn að nota rifna ostinn með pipar frá Örnu...
Smákökur með karamellusúkkulaði og vanillukornum
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...
Jarðarberjaþeytingur með eplum og engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...
Bananakaka með valhnetum og súkkulaði
Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk....
Kínóa salat með grilluðum kjúkling og kaldri hunangs – sinnepssósu
Nú er runninn upp aðal grilltími ársins og ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki gefið ykkur uppskriftina af uppáhalds salatinu mínu en það er mjög næringarríkt og matarmikið. Til þess að toppa það geri ég yfirleitt kalda dressingu úr grískri jógúrt. Mér finnst best að nota grísku jógúrtina frá Örnu þar sem...
Hindberja- og sítrónumarmarakaka með himnesku kremi
Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...
Bragðarefs marengsbomba með nóa kroppi og jarðarberjum
Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara...
Gratíneruð ýsa með bragðmikilli fetaostssósu
Gratíneraðir fiskréttir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Góð sósa er auðvitað lykilatriði og bráðinn osturinn til þess að toppa allt. Þessi réttur er reglulega góður og alls ekki flókinn í gerð. Fullkominn fyrir alla fjölskylduna og uppskriftin er stór svo það er jafnvel hægt að frysta afgangana til að eiga síðar eða...
Enskar rúsínuskonsur & lemon curd
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...