Kókoskúlurnar sem urðu að köku!
Recipe Tag: <span>kaka</span>
Guðdómleg perubaka
Eftirréttabökur eru hinn fullkomni eftirréttur. Hann er ofurauðvelt að gera og slær ávallt í gegn. Fyrir þá sem vilja má skipta út perum fyrir epli. Allt eftir hentugleik hvers og eins.
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér...
Veisluísbomba með brownie botni
Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er gæddur unaðslegum grænum eplum, kanil og gómsætu kökukurli sem leikur um bragðlaukana.
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Cappuchino kaka með silkimjúku kaffikremi
Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Sítrónu & vanilluskúffa með bökuðu marengs kremi
Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí....
Himnesk eplakaka með kaniltoppi og glassúr
Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég hef gert, mjúk og bragðgóð. Í þessari er grísk jógúrt og ég held að hún geri gæfumuninn. Ég notaði grísku jógúrtina frá Örnu en mér...