Ég elska að dunda mér í eldhúsinu og finnst ákveðin hugarró við að búa til eitthvað gómsætt og fallegt úr skemmtilegum hráefnum. Er mjög dugleg að elda alls konar mat. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða leiðinlegan mat þó svo að við fjölskyldum borðum alveg líka soðin fisk… ...
Author: Avista (Avist Digital)
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Algjörlega trufluð vegan snickers ostakaka
Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu og þessi er það svo sannarlega. Snickers er líka best og mér fannst því alveg þjóðráð að blanda þessu saman. Þessi kaka er hinsvegar...
Djúsí ostafyllt naan brauð með hvítlaukssmjöri
Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru...
Humarpasta að hætti Sjafnar
Sjöfn Þórðardóttir fjölmiðlakona og þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar á sjónvarpsmiðlinum Hringbraut deilir hér með okkur einni af sinni uppáhalds uppskrift. Sjöfn er mikill matgæðingur og ástríðukokkur og veit fátt skemmtilegra en að bjóða sínum nánustu til matarveislu. „Ég nýt mín í botn í eldhúsinu við að undirbúa ljúffengan mat og kræsingar...
Snittur með heitum rjómaosti, skinku og ferskri steinselju
Þetta er réttur sem auðvelt er að gera og vekur svo mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Ykkur er óhætt að tvöfalda þessa uppskrift.
Frosin mangó margaríta
Það er fátt sumarlegra en frosnir kokkteilar eða margarítur. Tekíla og límónur koma oftast við sögu þegar kemur að margarítum en hérna er ég með ljóst romm, mangó og sítrónur. Sérlega góð blanda og virkilega fersk. Mér til aðstoðar nota ég My smoothie með Mangó og það kemur virkilega á óvart. Ég gríp þessa drykki...
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...