Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Prótein pönnukökur með himneskri jógúrtsósu
Nýr og spennandi valkostur frá Kötlu fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Prótein pönnukökurnar eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein.
Ljúffengur Cajun pastaréttur með kremaðri sósu
Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Grillaðar vefjur með falafel og tyrkneskri shawarma sósu
Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um...
Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu
Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel....
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Pad thai eins og það gerist best
Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!