Fyrir 3-4
Recipe Category: <span>Partý</span>
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Buffalo kjúklingastrimlar með fetaosta dressingu og frönskum
Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru...
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
109 Ólafsson – Ferskur ginkokkteill með sítrónu og engifer
Ólafsson er besta gin í heimi. Vissulega mín skoðun en margra annarra einnig. Það er margverðlaunað þrátt fyrir að hafa verið á markaði í einungis rúmt ár. Ég drakk semsagt ekki gin fyrr en ég smakkaði Ólafsson. Það segir nú ansi margt er það ekki? Ginið er nefnt eftir Eggerti Ólafssyni skáldi og náttúrufræðingi sem...
Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu
Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður. Frá Itsu er hægt að kaupa tilbúna dumplings og það tekur enga stund að hita þá upp. Hægt er að sjóða þá og steikja en ég er persónulega hrifnari af þeim steiktum. Dressingin setur svo punktinn yfir i-ið....
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Prótein pönnukökur með himneskri jógúrtsósu
Nýr og spennandi valkostur frá Kötlu fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Prótein pönnukökurnar eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein.
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Hátíðleg sjávarréttasúpa með prosecco
Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti...
Heitur brauðréttur með mexíkó rjómaostasósu
Það er eitthvað svo dásamlegt við heita brauðrétti!
Vegan karamellukaka með kókosrjóma og súkkulaðisósu
Þessi kaka þarfnast smá undirbúnings en er svo mikið þess virði.