Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Recipe Tag: <span>kvöldmatur</span>
Asísk núðlusúpa með kjúklingi og grænu karrý
Þessi súpa er í miklu uppáhaldi og er hin fullkomna mánudagssúpa, því að hún er svo frábær kostur þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag, nennir ekki að elda en langar samt í eitthvað gott. Súpan er fáránlega auðveld en bragðast eins og súpa á bestu veitingastöðum. Ég mæli með því að gera sér ferð í asískar verslanir og kaupa gott karrýmauk. Njótið vel!
Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu
Þessi uppskrift er fyrir 3-4 en ég mæli með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti.
Lambaspjót undir grískum áhrifum
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
Kjúklingarétturinn sem ber upp bónorðið
Þessi réttur sem kallast "Viltu giftast mér?" er einfaldur og ótrúlega bragðgóður!
Lúxus ragú gert af ást
Þessi himneski pastaréttur færir þig örlítið nær Ítalíu með hverjum munnbita. Réttinn er best að hægelda og jafnvel gera kjötsósuna deginum áður en hann er borinn fram. Perfecto!
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Thai kjúklinga salatvefjur eins og á “Cheesecake factory”
Hér eru gefnar margar hugmyndir að meðlæti og þið veljið úr eða gerið allt ef metnaðurinn er mikill og tími nægur!