Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki...
Recipe Tag: <span>Pasta</span>
Bragðmikið bakað Mac n’ cheese með brauðrasp toppi
Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...
Hvítvínsrjómalagað tagliatelle með sveppum, timian & grilluðu grísakjöti
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...
Einfalt Rigatoni með grænu pestói, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti. Að viðbættum grænum og...
Lúxus ragú gert af ást
Þessi himneski pastaréttur færir þig örlítið nær Ítalíu með hverjum munnbita. Réttinn er best að hægelda og jafnvel gera kjötsósuna deginum áður en hann er borinn fram. Perfecto!
Humarpasta að hætti Sjafnar
Sjöfn Þórðardóttir fjölmiðlakona og þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar á sjónvarpsmiðlinum Hringbraut deilir hér með okkur einni af sinni uppáhalds uppskrift. Sjöfn er mikill matgæðingur og ástríðukokkur og veit fátt skemmtilegra en að bjóða sínum nánustu til matarveislu. „Ég nýt mín í botn í eldhúsinu við að undirbúa ljúffengan mat og kræsingar...
Ljúffengur Cajun pastaréttur með kremaðri sósu
Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Ofnbakað kjúklinga tortellini með spínati og piparosta mozzarella
Þetta er fullkominn gúrm pastaréttur sem gaman er að bjóða í miðri viku en sómir sér einnig vel í matarboði. Hann er ótrúlega fljótlegur og einfaldur og inniheldur ekki mörg hráefni. Ég nota kjúklingalundir með pastanu en einnig mætti nota kjúklingabringur. Það gerir mjög mikið fyrir réttinn að nota rifna ostinn með pipar frá Örnu...