Nú eru mörg farin af stað aftur í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Þá er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9...
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Ceviche – smárétturinn sem slær í gegn!
Ceviche er einn af mínum uppáhalds sumarréttum. Rétturinn kemur upprunarlega frá Perú og felst í því að fiskurinn er látinn marinerast í sítrusvökva, en sýran frá vökvanum eldar fiskinn og gefur honum gott bragð.
Heit tacoídýfa með cheddar, spínati & mexíkóskum kryddosti
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
Litríkur ostaplatti undir ítölskum áhrifum
Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Það er snjallt að bæta ostabakka á veisluborðið ásamt öðrum veitingum og auðvelt að stækka þá eða minnka eftir stærð veislu og fjölda veislugesta hvort sem um ræðir fermingar-, útskriftar eða afmælisveislu. Hér raða ég saman fjölbreyttu úrvali af...
Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Ljúffengar enskar skonsur með vanilluskyri og súkkulaði
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...
Klístraðir Buffalóvængir með heimagerðri ranch sósu
Mér finnst gott að strá sesamfræum og vorlauk yfir vængina og bera þá fram með kaldri ranch sósu og sellerí.
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...