Þessi uppskrift er fyrir 3-4 en ég mæli með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti.
Recipe Category: <span>Þjóðlegt</span>
Linguine alla Puttanesca – pastaréttur gleðikonunnar!
Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki...
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...
Truflað fajitas með tempura risarækjum, mango salsa og chipotle sýrðum rjóma
Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu....
Ofurhollt súpernachos hlaðið allskyns góðgæti
Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Það var hægt að fá allskonar útgáfur af þessum rétti og yfirleitt voru það djúpsteiktar nachos flögur hlaðnar osti, salsa og allskyns gúmmelaði. Ég er búin að vera með einhverja nostalgíu cravings í svona flögur en ákvað að prófa að gera þennan...
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Hvítvínsrjómalagað tagliatelle með sveppum, timian & grilluðu grísakjöti
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Sumarleg hindberjaskyrterta með kremkexbotni, sítrónu og lime
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Lambasalat með kryddjurtum, sítrónusafa og parmesan
Ferskt og sumarlegt salat sem slær í gegn
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Jarðarberja ostakaka með jarðarberjaskyri, mascarpone og lemon curd
Sólin hækkar á lofti og vonandi förum við að sjá aðeins meira af vorinu. Þessi dásamlega terta er að mínu mati boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og falleg. Passar fullkomlega á Páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er ekki erfið í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er fullkomlega...
Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marinara tómatsósu
Þessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma...
Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...