Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en...
Archives: <span>Recipes</span>
Heimagerðar Ferrero rocher kúlur
Eitt af mínu uppáhalds sælgæti eru Ferrero rocher kúlurnar í gyllta bréfinu. Það er eitthvað við þessa blöndu af heslihnetum, súkkulaði og núggati sem ég stenst sjaldnast. Mig langaði að prófa að gera einhverja skemmtilega útgáfu af þeim heima þar sem ég gæti notast við lífræn og vegan hráefni. Ég skoðaði ýmsar útgáfur og prófaði...
Marengs jólatré með hindberjasósu, vanillurjóma og ferskum berjum
Það eru til ýmsar skemmtilegar útgáfur af svona marengs jólatrjám eða pavlovutrjám eins og þau eru oft nefnd. Þau eru einfaldari en þau líta út fyrir og eru sérlega falleg á jólaborðinu. Fersk hindberjasósan og berin passa sérlega með vanillurjómanum og sætunni í marengsnum. Möndlukeimurinn af marengsnum gefur smá marsípanbragð sem gerir ótrúlega mikið og...
Danskar mokkakökur með ljósu súkkulaði og söxuðum heslihnetum
Grunnurinn af þessum dásamlegu kökum er uppskrift af klassískum dönskum smjörkökum sem mörg okkar þekkja í ljósri útgáfu. Þessi útgáfa er jafn silkimjúk en með dásamlegu mokkabragði, þar sem kakóið frá Nóa Síríus og kaffi leika aðalhlutverkið. Ég dýfi þeim svo í hvítt súkkulaði en það er einnig himneskt að nota rjómasúkkulaði eða jafnvel Karamellu...
Heitt rauðkálssalat með fetaosti, eplum og ristuðum kasjúhnetum
Nú þegar líður að jólum með öllum sínum dásamlegu matarboðum er ekki úr vegi að bjóða upp á uppskrift að alveg stórkostlegu meðlæti. Þetta salat er í senn sparilegt, fallegt og næringarríkt. Ostakubburinn frá Gott í matinn fer svo vel með fersku salatinu, sætunni í eplinu og stökkum kasjúhnetunum. Þetta er ríflegt magn og hentar...
Hátíðleg humarsúpa með þeyttum rjóma og hvítlauksristuðum risarækjum
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum...
Fullkomnar amerískar smákökur pakkaðar af súkkulaði
Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið...
Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það...
Sparilegar Karamellu Doré sörur með marsípan botni og karamellukremi
Það er fátt hátíðlegra en sörur. Við þekkjum þessar klassísku með möndlubotninum, súkkulaði og kaffi kreminu og hjúpað dásamlegu suðusúkkulaði. Þær eru sí vinsælar og á mörgum heimilum taka fjölskyldur sig saman og baka þær í sameiningu. Það er smá handavinna að útbúa sörur en útkoman er sannarlega þess virði. Þessar eru tilbrigði við...
Lífrænir súkkulaði- & hnetuklattar
Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla...
Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur
Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Litrík Rice Krispies hrekkjavökuskrímsli
Nú eru mörg farin að telja niður í Hrekkjavökuna sem er á næsta leyti. Afmæli og partý með Hrekkjavöku þema eru sérlega vinsæl á þessum árstíma og skemmtilegar veitingar auðvitað númer eitt! Þessi skrímsli er alveg ótrúlega auðveld í gerð, þetta er bara smá dund sem hægt er að gera með góðum fyrirvara. Ég dýfði...